Lotus segir upp fjórðungi starfsfólks Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 08:58 Lotus Evora. Ekki gengur alltof vel hjá breska sportbílaframleiðandanum Lotus og hefur fyrirtækið tilkynnt um uppsögn fjórðungs af starfsfólki sínu. Það þýðir að 325 starfmenn missa vinnu sína. Kemur það í kjölfar fækkunar á 201 starfsmanni í fyrra. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár og ekki er langt síðan að skipt var um forstjóra þess, sem hafði uppi óraunsæjar hugmyndir um stækkun þess og fjölda nýrra bílgerða. Lotus tapaði 33 milljörðum króna á síðasta ári og er það nokkuð vænt tap fyrir ekki stærra fyrirtæki. Sala á Lotus bílum hrapaði um heil 40% á síðasta ári og seldi það aðeins 1.177 bíla. Gárungarnir hafa sagt að Lotus standi fyrir „Lots Of Trouble Usually Serious“ og ef vegferð þeirra heldur áfram á sömu braut er ekki langt þess að bíða að fyrirtækinu verði lokað. Færi þá enn einn skemmtilegur breski sportbílaframleiðandinn yfir móðuna miklu. Yrði slíkt mikil synd fyrir margan bílaáhugamanninn því sannarlega hefur Lotus framleitt margan magnaðan bílinn, auk þess sem Lotus hefur tengst liði í Formúlu 1 afar lengi, sem borið hefur nafn þess. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Ekki gengur alltof vel hjá breska sportbílaframleiðandanum Lotus og hefur fyrirtækið tilkynnt um uppsögn fjórðungs af starfsfólki sínu. Það þýðir að 325 starfmenn missa vinnu sína. Kemur það í kjölfar fækkunar á 201 starfsmanni í fyrra. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár og ekki er langt síðan að skipt var um forstjóra þess, sem hafði uppi óraunsæjar hugmyndir um stækkun þess og fjölda nýrra bílgerða. Lotus tapaði 33 milljörðum króna á síðasta ári og er það nokkuð vænt tap fyrir ekki stærra fyrirtæki. Sala á Lotus bílum hrapaði um heil 40% á síðasta ári og seldi það aðeins 1.177 bíla. Gárungarnir hafa sagt að Lotus standi fyrir „Lots Of Trouble Usually Serious“ og ef vegferð þeirra heldur áfram á sömu braut er ekki langt þess að bíða að fyrirtækinu verði lokað. Færi þá enn einn skemmtilegur breski sportbílaframleiðandinn yfir móðuna miklu. Yrði slíkt mikil synd fyrir margan bílaáhugamanninn því sannarlega hefur Lotus framleitt margan magnaðan bílinn, auk þess sem Lotus hefur tengst liði í Formúlu 1 afar lengi, sem borið hefur nafn þess.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent