Heimamaðurinn Stephen Gallacher hlakkar til að leika í Rydernum 19. september 2014 07:00 Stephen Gallacher verður í sviðsljósinu á Gleneagles Getty Það vakti töluverða athygli þegar að Ryder-fyrirliði Evrópu, Paul McGinley, valdi Skotann Stephen Gallacher í Ryder-liðið á dögunum en þetta sögufræga mót fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi og hefst í næstu viku. Mörgum þótti það djörf ákvörðun hjá McGinley að velja Gallacher í liðið fram yfir fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald, en Gallacher hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni í rúmlega 18 ár og aðeins sigrað á þremur mótum á ferlinum. Hann hefur þó átt mjög gott tímabil í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í átta mótum á Evrópumótaröðinni og þá sigraði hann á Dunhil Links meistaramótinu í janúar. Paul McGinley treystir því Gallacher greinilega vel en hann sagði við fréttamenn á dögunum að frammistaða Skotans á Opna ítalska meistaramótinu, viku áður en fyrirliðavalið fór fram, hafi sannfært sig um að velja hann í liðið. „Stephen Gallacher hafði leikið mjög stöðugt og gott golf allt tímabilið en fyrir Opna ítalska meistaramótið vissi hann hvað hann þurfti að gera. Hann endaði í þriðja sæti og lék frábært golf undir mikilli pressu sem er nákvæmlega það sem þarf að gera á Gleneagles í Rydernum sjálfum.“ Það á þá eflaust eftir að hjálpa Gallacher að Gleneagles völlurinn er stutt frá æskuheimili hans og skoskir golfáhugamenn eru mjög stoltir af því að hafa heimamann í Ryder-liðinu. Sjálfur segist hann ætla að njóta þess að leika fyrir framan landa sína sem eiga eftir að styðja vel við bakið á honum en á sama tíma þurfi hann að höndla aukna pressu. „Ég er lítið fyrir sviðsljósið en þegar að ég heimsótti Edinborg fyrir stuttu þá voru strætisvagnar með andlitinu á mér út um allt með auglýsingum um Ryder-bikarinn. Það er mikil stemning fyrir honum í Skotlandi og þótt að þetta eigi eftir að vera stressandi þá er ég viss um að þetta á eftir að verða mögnuð lífsreynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma.“ Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það vakti töluverða athygli þegar að Ryder-fyrirliði Evrópu, Paul McGinley, valdi Skotann Stephen Gallacher í Ryder-liðið á dögunum en þetta sögufræga mót fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi og hefst í næstu viku. Mörgum þótti það djörf ákvörðun hjá McGinley að velja Gallacher í liðið fram yfir fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald, en Gallacher hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni í rúmlega 18 ár og aðeins sigrað á þremur mótum á ferlinum. Hann hefur þó átt mjög gott tímabil í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í átta mótum á Evrópumótaröðinni og þá sigraði hann á Dunhil Links meistaramótinu í janúar. Paul McGinley treystir því Gallacher greinilega vel en hann sagði við fréttamenn á dögunum að frammistaða Skotans á Opna ítalska meistaramótinu, viku áður en fyrirliðavalið fór fram, hafi sannfært sig um að velja hann í liðið. „Stephen Gallacher hafði leikið mjög stöðugt og gott golf allt tímabilið en fyrir Opna ítalska meistaramótið vissi hann hvað hann þurfti að gera. Hann endaði í þriðja sæti og lék frábært golf undir mikilli pressu sem er nákvæmlega það sem þarf að gera á Gleneagles í Rydernum sjálfum.“ Það á þá eflaust eftir að hjálpa Gallacher að Gleneagles völlurinn er stutt frá æskuheimili hans og skoskir golfáhugamenn eru mjög stoltir af því að hafa heimamann í Ryder-liðinu. Sjálfur segist hann ætla að njóta þess að leika fyrir framan landa sína sem eiga eftir að styðja vel við bakið á honum en á sama tíma þurfi hann að höndla aukna pressu. „Ég er lítið fyrir sviðsljósið en þegar að ég heimsótti Edinborg fyrir stuttu þá voru strætisvagnar með andlitinu á mér út um allt með auglýsingum um Ryder-bikarinn. Það er mikil stemning fyrir honum í Skotlandi og þótt að þetta eigi eftir að vera stressandi þá er ég viss um að þetta á eftir að verða mögnuð lífsreynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma.“
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira