Konur mega nú ganga í einn elsta og virtasta golfklúbb heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. september 2014 17:57 Átjánda flötin á St. Andrews er víðfræg. vísir/getty Skotar kjósa ekki bara um sjálfstæði sitt í dag heldur fór fram söguleg kosning á meðal meðlima The Royal and Ancient-golfklúbbsins sem á og rekur meðal annars hinn víðfræga St. Andrews-golfvöll. Kosið var um hvort konur mættu ganga í klúbbinn, en í 260 ára sögu hans hafa konur aldrei fengið inngöngu. Royal and Ancient-klúbburinn er einn sá elsti og frægasti í heimi, en opna breska meistaramótið fer regulega fram á St. Andrews-vellinum. Ríflega þriðjungur 2.400 meðlima klúbbsins kusu í dag og vildi yfirgnæfandi meirihluti þeirra taka konurnar inn. Af þeim ríflega 1.600 sem kusu sögðu 85 prósent já, en aðeins 15 prósent nei. „Þetta er merkilegur og jákvæður dagur í sögu klúbbsins. Hann hefur þjónað golfinu vel í 260 ár og ég er viss um að svo haldi áfram. Þetta gerum við fyrir framtíð íþróttarinar, bæði fyrir konur og karla,“ sagði framkvæmdastjóri The R&A, Peter Dawson, eftir kosninguna í dag. Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Skotar kjósa ekki bara um sjálfstæði sitt í dag heldur fór fram söguleg kosning á meðal meðlima The Royal and Ancient-golfklúbbsins sem á og rekur meðal annars hinn víðfræga St. Andrews-golfvöll. Kosið var um hvort konur mættu ganga í klúbbinn, en í 260 ára sögu hans hafa konur aldrei fengið inngöngu. Royal and Ancient-klúbburinn er einn sá elsti og frægasti í heimi, en opna breska meistaramótið fer regulega fram á St. Andrews-vellinum. Ríflega þriðjungur 2.400 meðlima klúbbsins kusu í dag og vildi yfirgnæfandi meirihluti þeirra taka konurnar inn. Af þeim ríflega 1.600 sem kusu sögðu 85 prósent já, en aðeins 15 prósent nei. „Þetta er merkilegur og jákvæður dagur í sögu klúbbsins. Hann hefur þjónað golfinu vel í 260 ár og ég er viss um að svo haldi áfram. Þetta gerum við fyrir framtíð íþróttarinar, bæði fyrir konur og karla,“ sagði framkvæmdastjóri The R&A, Peter Dawson, eftir kosninguna í dag.
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira