Gísli vann Duke of York-mótið 18. september 2014 14:00 Gísli Sveinbergsson brosir í dag enda náði hann stórkostlegum árangri. mynd/gsí Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. Þetta er gríðarlega öflugt ungmennamót þar sem aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna fá að taka þátt. Aðeins voru leiknir tveir hringir á mótinu þar sem fresta þurfti leik eftir nokkrar holur í gær vegna þoku. Upphaflega átti að leika þrjá hringi. Gísli var með tveggja högga forskot eftir daginn í gær og taugarnar brugðust honum ekki í dag. Hann vann að lokum með fjögurra högga mun eftir að hafa komið í hús á 68 höggum. Hann spilaði á 67 höggum fyrri hringinn. Ragnhildur Kristinsdóttir tók einnig þátt á mótinu og hafnaði í 35. sæti ásamt öðrum. Hún lék á 81 og 75 höggum. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur vinnur þetta mót. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann árið 2010 og Ragnar Garðarsson lék þann leik eftir tveimur árum síðar. Golf Tengdar fréttir Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36 Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. Þetta er gríðarlega öflugt ungmennamót þar sem aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna fá að taka þátt. Aðeins voru leiknir tveir hringir á mótinu þar sem fresta þurfti leik eftir nokkrar holur í gær vegna þoku. Upphaflega átti að leika þrjá hringi. Gísli var með tveggja högga forskot eftir daginn í gær og taugarnar brugðust honum ekki í dag. Hann vann að lokum með fjögurra högga mun eftir að hafa komið í hús á 68 höggum. Hann spilaði á 67 höggum fyrri hringinn. Ragnhildur Kristinsdóttir tók einnig þátt á mótinu og hafnaði í 35. sæti ásamt öðrum. Hún lék á 81 og 75 höggum. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur vinnur þetta mót. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann árið 2010 og Ragnar Garðarsson lék þann leik eftir tveimur árum síðar.
Golf Tengdar fréttir Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36 Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36
Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29