Aflminni Boxster og Cayman Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 09:14 Porsche Boxster 211. Þegar ný gerð af Porsche bíl er kynntur er vaninn sá að hann sé aflmeiri en fyrri gerð. Því kemur það á óvart að nýjasta undirgerð Porsche Boxster og Cayman er miklu aflminni en fengist hefur áður af þessari kynslóð bílanna, eða 211 hestöfl. Þessi gerð bílanna er þó aðeins í boði á fáeinum mörkuðum í Evrópu, meðal annars í Noregi og Belgíu og nefnist þar Boxster 211 og Cayman 211. Þrátt fyrir lítið afl, þegar Porsche er annars vegar, er vélin í bílunum sama 2,7 lítra og 6 strokka boxster vélin og finna má í hefðbundinni gerð þeirra, en í þessari gerð talsvert aflminni. Porsche Boxster og Cayman eru 265 hestöfl, 315 hestöfl af S-gerð og 330 hestöfl af GTS-gerð. Þessir nýju Boxster og Cayman eru eðlilega talsvert ódýrari og munar 1-1,5 milljónum króna á þeim og grunngerð bílsins á þessum mörkuðum sem hann býðst. Ekki stendur til hjá Porsche að bjóða þessa aflminni Boxster og Cayman bíla víða, en ástæðan fyrir tilvist þeirra á þessum fáu mörkuðum er til að uppfylla reglur hins opinbera í þeim löndum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Þegar ný gerð af Porsche bíl er kynntur er vaninn sá að hann sé aflmeiri en fyrri gerð. Því kemur það á óvart að nýjasta undirgerð Porsche Boxster og Cayman er miklu aflminni en fengist hefur áður af þessari kynslóð bílanna, eða 211 hestöfl. Þessi gerð bílanna er þó aðeins í boði á fáeinum mörkuðum í Evrópu, meðal annars í Noregi og Belgíu og nefnist þar Boxster 211 og Cayman 211. Þrátt fyrir lítið afl, þegar Porsche er annars vegar, er vélin í bílunum sama 2,7 lítra og 6 strokka boxster vélin og finna má í hefðbundinni gerð þeirra, en í þessari gerð talsvert aflminni. Porsche Boxster og Cayman eru 265 hestöfl, 315 hestöfl af S-gerð og 330 hestöfl af GTS-gerð. Þessir nýju Boxster og Cayman eru eðlilega talsvert ódýrari og munar 1-1,5 milljónum króna á þeim og grunngerð bílsins á þessum mörkuðum sem hann býðst. Ekki stendur til hjá Porsche að bjóða þessa aflminni Boxster og Cayman bíla víða, en ástæðan fyrir tilvist þeirra á þessum fáu mörkuðum er til að uppfylla reglur hins opinbera í þeim löndum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent