Úlfar: Fjarstæða að ég hafi eitthvað á móti Kristjáni 12. september 2014 18:15 Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. vísir/gva Landsliðsþjálfarinn í golfi, Úlfar Jónsson, hefur sent frá sér langa fréttatilkynningu vegna umræðu um landsliðið í golfi og meintan fjárskort GSÍ. Það hefur verið umdeilt í allt sumar að Úlfar hafi ekki valið Kristján Þór Einarsson í landsliðið og Kristján sagði Úlfar hafa eitthvað á móti sér. Úlfar vísar öllu slíku á bug í fréttatilkynningunni. Hún er birt í heild sinni hér að neðan.Í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í sumar og að undanförnu vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Um val á kylfingum í landsliðiðVal landsliðsþjálfara er oft á tíðum umdeilt og má aldrei vera með þeim hætti að valið sé hafið yfir gagnrýni. Það keyrir hins vegar um þverbak þegar látið er í veðri vaka að kylfingurinn Kristján Þór Einarsson eigi ekki möguleika á landsliðssæti vegna persónulegra ástæðna af minni hálfu. Slíkt er algjör fjarstæða.Því hefur statt og stöðugt verið haldið fram að Kristján, hafi á þeim tíma þegar val á EM landsliði Íslands fór fram, skarað fram úr á Eimskipsmótaröðinni. Þetta er ekki rétt og var Kristján ekki stigahæstur á Eimskipsmótaröðinni á þessum tíma.Val á landsliði er ákveðið í samráði við mína aðstoðarþjálfara oghef ég fylgt þeirri vinnureglu að rökstyðja ekki val í landslið í fjölmiðlum. Fleiri landsliðsverkefni karla hafa ekki verið í sumar þar sem val landsliðsþjálfara kemur til. Undantekningin er EM einstaklinga, en þar átti einungis stigahæsti íslenski kylfingurinn á heimslista áhugamanna (WAGR) öruggt sæti, Haraldur Franklín Magnús. Að auki átti Ísland eitt valsæti, það sæti fékk Ragnar Már Garðarsson.Á þeim tímapunkti hafði hann sigrað í tveimur af þremur mótum Eimskipsmótaraðarinnar (Birgir Leifur sigraði í því þriðja). Með framangreint í huga er leitt að heyra umræðu um það hvers vegna Kristján hafi ekki verið valinn í nein landsliðsverkefni í sumar. Kristján Þór hefur sýnt frábæra spilamennsku í ár og stefnir nú á atvinnumennsku.Eitt af mörgum viðmiðum sem notast er við til að meta hvort kylfingur sé tilbúinn í atvinnumennsku, er að geta sýnt yfirburði á heimamótaröðinni. Að ná að sigra í þremur af seinustu fjórum mótum Eimskipsmótaraðarinnar er framúrskarandi árangur og sýnir getu Kristjáns. Þessi árangur ætti að veita honum mikið sjálfstraust og góðan stuðning í úrtökumótunum í haust.Fjárskortur GSÍÁ golfþingi er samþykkt fjárhagsáætlun fyrir afrekssvið og eðli málsins samkvæmt þarf landsliðsþjálfari að halda sig innan þess ramma sem honum er gefinn. Að sjálfsögðu vildi ég hafa meira fjármagn og geta þannig sent lið og einstaklinga í fleiri verkefni, en samanborið við árin fyrir hrun þá hef ég 25% minna fé til umráða og um 50% veikari gjaldmiðil.Þegar lagt er að jöfnu ummæli mín um fjárskort á mínu sviði innan golfsambandsins og gjaldþrot golfsambandsins, þá veltir maður fyrir sér hvað vaki fyrir þeim mönnum sem halda slíku fram. Varla getur það verið annað en að þyrla upp ryki og beinlínis skaða íþróttina.Það gefur auga leið að það þarf að sníða stakk eftir vexti, en áfram sækja tækifæri til að auka fjármagn til afreksmála. Gott dæmi um slíka nálgun er Forskot, styrktarsjóður afrekskylfinga, sem kom með fjármagn inn í afreksgolfið sem veitir okkar allra fremstu atvinnukylfingum gríðarlega mikilvægan stuðning.Golfklúbbarnir leggja meiri áherslu á uppbyggingar- og afreksstarf en áður og PGA menntuðum golfþjálfurum fjölgar í klúbbunum af sama skapi. Fjölgun iðkenda er u.þ.b. 15% frá hruni, á sama tíma og nágrannaþjóðirnar horfa á 20% minnkun. Árangur í íslensku golfi er því mikill og augljós.Árangurinn talar sínu máliGolfsambandið tekur þátt í ýmsum verkefnum á keppnistímabilinu, s.s. EM karla, kvenna og pilta, HM kvenna, Junior Open, European Young Masters, Duke of York Young Champions, EM einstaklinga karla. Að auki eru fjölmörg einstaklingsmót í Evrópu í boði á hverju keppnistímabili og hafa nokkrir af okkar fremstu kylfingum verið öflugir í að sækja þau og aflað sér mikilvægrar reynslu og árangurs.Golfsambandið styður þessa kylfinga fjárhagslega og með öðrum hætti til þessara verkefna. Eitt af markmiðum afreksstefnu GSÍ er að hvetja og styðja okkar afreksfólk til frekari þátttöku erlendis, þar sem samkeppnin er meiri og aðstæður á ýmsan hátt betri. Við sjáum skýr tengsl á milli aukinnar þátttöku í mótum erlendis og betri alhliða árangurs.Sem dæmi hefur Gísli Sveinbergsson, sem er aðeins 17 ára gamall, náð þeim frábæra árangri á árinu að klifra upp í 135. sæti heimslista áhugamanna úr sæti 2.500, eða um heil 2.365 sæti! Þessi árangur hefur náðst með góðri spilamennsku hér heima og ekki síst á sterkum mótum erlendis.Önnur dæmi sem sýna að við erum á réttri leið í átt að markmiðum afreksstefnunnar er frábær árangur Haraldar Magnús á British Amateur, góður árangur piltalandsliðsins á EM í sumar og árangur kvennalandsliðsins á EM og HM, en liðin hafa aldrei náð jafn lágum skorum og nú.Spennandi tímar framundanFramundan eru spennandi vikur þegar okkar fremstu kylfingar gera atlögu að úrtökumótum fyrir helstu mótaraðir atvinnumanna.Í sameiningu getum við skapað góða umgjörð og jákvætt andrúmsloft sem veitir okkar frábæru kylfingum mikilvægan stuðning til þeirra afreka sem þau stefna að.Með golfkveðju,Úlfar JónssonLandsliðsþjálfari Golf Tengdar fréttir „Viðtalið kom mér verulega á óvart“ Sigurpáll Geir Sveinsson, þjálfari Kristjáns Þórs, virðir skoðun landsliðsþjálfarans. 2. júlí 2014 13:34 Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Var líklega samskiptavandamál Formaður Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ reiknar með að Kristján Þór Einarsson eigi afturkvæmt í landsliðið. 3. júlí 2014 16:00 Forseti GSÍ: Kristján Þór uppfyllir ekki skilyrði afreksstefnu GSÍ Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. 1. júlí 2014 17:58 Úlfar: Mikilvægari hlutir framundan hjá Kristjáni Landsliðsþjálfarinn segir það misskilning að hann hafi eitthvað á móti Kristjáni Þór. 20. júní 2014 14:15 Vill ekkert segja um viðbrögð Úlfars | Myndir Kristján Þór Einarsson notaði hunsun landsliðsþjálfarans til að hvetja sig til sigurs um helgina. 30. júní 2014 06:15 Nýkrýndur stigameistari segir mótaröðina ekki hafa neitt vægi Kristján Þór Einarsson, GKJ, tryggði sér stigameistaratitilinn með sigri á sjötta móti Eimskipsmótaraðarinnar í dag. Mótið fór fram á Akranesi. 17. ágúst 2014 16:58 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn í golfi, Úlfar Jónsson, hefur sent frá sér langa fréttatilkynningu vegna umræðu um landsliðið í golfi og meintan fjárskort GSÍ. Það hefur verið umdeilt í allt sumar að Úlfar hafi ekki valið Kristján Þór Einarsson í landsliðið og Kristján sagði Úlfar hafa eitthvað á móti sér. Úlfar vísar öllu slíku á bug í fréttatilkynningunni. Hún er birt í heild sinni hér að neðan.Í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í sumar og að undanförnu vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Um val á kylfingum í landsliðiðVal landsliðsþjálfara er oft á tíðum umdeilt og má aldrei vera með þeim hætti að valið sé hafið yfir gagnrýni. Það keyrir hins vegar um þverbak þegar látið er í veðri vaka að kylfingurinn Kristján Þór Einarsson eigi ekki möguleika á landsliðssæti vegna persónulegra ástæðna af minni hálfu. Slíkt er algjör fjarstæða.Því hefur statt og stöðugt verið haldið fram að Kristján, hafi á þeim tíma þegar val á EM landsliði Íslands fór fram, skarað fram úr á Eimskipsmótaröðinni. Þetta er ekki rétt og var Kristján ekki stigahæstur á Eimskipsmótaröðinni á þessum tíma.Val á landsliði er ákveðið í samráði við mína aðstoðarþjálfara oghef ég fylgt þeirri vinnureglu að rökstyðja ekki val í landslið í fjölmiðlum. Fleiri landsliðsverkefni karla hafa ekki verið í sumar þar sem val landsliðsþjálfara kemur til. Undantekningin er EM einstaklinga, en þar átti einungis stigahæsti íslenski kylfingurinn á heimslista áhugamanna (WAGR) öruggt sæti, Haraldur Franklín Magnús. Að auki átti Ísland eitt valsæti, það sæti fékk Ragnar Már Garðarsson.Á þeim tímapunkti hafði hann sigrað í tveimur af þremur mótum Eimskipsmótaraðarinnar (Birgir Leifur sigraði í því þriðja). Með framangreint í huga er leitt að heyra umræðu um það hvers vegna Kristján hafi ekki verið valinn í nein landsliðsverkefni í sumar. Kristján Þór hefur sýnt frábæra spilamennsku í ár og stefnir nú á atvinnumennsku.Eitt af mörgum viðmiðum sem notast er við til að meta hvort kylfingur sé tilbúinn í atvinnumennsku, er að geta sýnt yfirburði á heimamótaröðinni. Að ná að sigra í þremur af seinustu fjórum mótum Eimskipsmótaraðarinnar er framúrskarandi árangur og sýnir getu Kristjáns. Þessi árangur ætti að veita honum mikið sjálfstraust og góðan stuðning í úrtökumótunum í haust.Fjárskortur GSÍÁ golfþingi er samþykkt fjárhagsáætlun fyrir afrekssvið og eðli málsins samkvæmt þarf landsliðsþjálfari að halda sig innan þess ramma sem honum er gefinn. Að sjálfsögðu vildi ég hafa meira fjármagn og geta þannig sent lið og einstaklinga í fleiri verkefni, en samanborið við árin fyrir hrun þá hef ég 25% minna fé til umráða og um 50% veikari gjaldmiðil.Þegar lagt er að jöfnu ummæli mín um fjárskort á mínu sviði innan golfsambandsins og gjaldþrot golfsambandsins, þá veltir maður fyrir sér hvað vaki fyrir þeim mönnum sem halda slíku fram. Varla getur það verið annað en að þyrla upp ryki og beinlínis skaða íþróttina.Það gefur auga leið að það þarf að sníða stakk eftir vexti, en áfram sækja tækifæri til að auka fjármagn til afreksmála. Gott dæmi um slíka nálgun er Forskot, styrktarsjóður afrekskylfinga, sem kom með fjármagn inn í afreksgolfið sem veitir okkar allra fremstu atvinnukylfingum gríðarlega mikilvægan stuðning.Golfklúbbarnir leggja meiri áherslu á uppbyggingar- og afreksstarf en áður og PGA menntuðum golfþjálfurum fjölgar í klúbbunum af sama skapi. Fjölgun iðkenda er u.þ.b. 15% frá hruni, á sama tíma og nágrannaþjóðirnar horfa á 20% minnkun. Árangur í íslensku golfi er því mikill og augljós.Árangurinn talar sínu máliGolfsambandið tekur þátt í ýmsum verkefnum á keppnistímabilinu, s.s. EM karla, kvenna og pilta, HM kvenna, Junior Open, European Young Masters, Duke of York Young Champions, EM einstaklinga karla. Að auki eru fjölmörg einstaklingsmót í Evrópu í boði á hverju keppnistímabili og hafa nokkrir af okkar fremstu kylfingum verið öflugir í að sækja þau og aflað sér mikilvægrar reynslu og árangurs.Golfsambandið styður þessa kylfinga fjárhagslega og með öðrum hætti til þessara verkefna. Eitt af markmiðum afreksstefnu GSÍ er að hvetja og styðja okkar afreksfólk til frekari þátttöku erlendis, þar sem samkeppnin er meiri og aðstæður á ýmsan hátt betri. Við sjáum skýr tengsl á milli aukinnar þátttöku í mótum erlendis og betri alhliða árangurs.Sem dæmi hefur Gísli Sveinbergsson, sem er aðeins 17 ára gamall, náð þeim frábæra árangri á árinu að klifra upp í 135. sæti heimslista áhugamanna úr sæti 2.500, eða um heil 2.365 sæti! Þessi árangur hefur náðst með góðri spilamennsku hér heima og ekki síst á sterkum mótum erlendis.Önnur dæmi sem sýna að við erum á réttri leið í átt að markmiðum afreksstefnunnar er frábær árangur Haraldar Magnús á British Amateur, góður árangur piltalandsliðsins á EM í sumar og árangur kvennalandsliðsins á EM og HM, en liðin hafa aldrei náð jafn lágum skorum og nú.Spennandi tímar framundanFramundan eru spennandi vikur þegar okkar fremstu kylfingar gera atlögu að úrtökumótum fyrir helstu mótaraðir atvinnumanna.Í sameiningu getum við skapað góða umgjörð og jákvætt andrúmsloft sem veitir okkar frábæru kylfingum mikilvægan stuðning til þeirra afreka sem þau stefna að.Með golfkveðju,Úlfar JónssonLandsliðsþjálfari
Golf Tengdar fréttir „Viðtalið kom mér verulega á óvart“ Sigurpáll Geir Sveinsson, þjálfari Kristjáns Þórs, virðir skoðun landsliðsþjálfarans. 2. júlí 2014 13:34 Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Var líklega samskiptavandamál Formaður Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ reiknar með að Kristján Þór Einarsson eigi afturkvæmt í landsliðið. 3. júlí 2014 16:00 Forseti GSÍ: Kristján Þór uppfyllir ekki skilyrði afreksstefnu GSÍ Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. 1. júlí 2014 17:58 Úlfar: Mikilvægari hlutir framundan hjá Kristjáni Landsliðsþjálfarinn segir það misskilning að hann hafi eitthvað á móti Kristjáni Þór. 20. júní 2014 14:15 Vill ekkert segja um viðbrögð Úlfars | Myndir Kristján Þór Einarsson notaði hunsun landsliðsþjálfarans til að hvetja sig til sigurs um helgina. 30. júní 2014 06:15 Nýkrýndur stigameistari segir mótaröðina ekki hafa neitt vægi Kristján Þór Einarsson, GKJ, tryggði sér stigameistaratitilinn með sigri á sjötta móti Eimskipsmótaraðarinnar í dag. Mótið fór fram á Akranesi. 17. ágúst 2014 16:58 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Viðtalið kom mér verulega á óvart“ Sigurpáll Geir Sveinsson, þjálfari Kristjáns Þórs, virðir skoðun landsliðsþjálfarans. 2. júlí 2014 13:34
Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18
Var líklega samskiptavandamál Formaður Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ reiknar með að Kristján Þór Einarsson eigi afturkvæmt í landsliðið. 3. júlí 2014 16:00
Forseti GSÍ: Kristján Þór uppfyllir ekki skilyrði afreksstefnu GSÍ Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. 1. júlí 2014 17:58
Úlfar: Mikilvægari hlutir framundan hjá Kristjáni Landsliðsþjálfarinn segir það misskilning að hann hafi eitthvað á móti Kristjáni Þór. 20. júní 2014 14:15
Vill ekkert segja um viðbrögð Úlfars | Myndir Kristján Þór Einarsson notaði hunsun landsliðsþjálfarans til að hvetja sig til sigurs um helgina. 30. júní 2014 06:15
Nýkrýndur stigameistari segir mótaröðina ekki hafa neitt vægi Kristján Þór Einarsson, GKJ, tryggði sér stigameistaratitilinn með sigri á sjötta móti Eimskipsmótaraðarinnar í dag. Mótið fór fram á Akranesi. 17. ágúst 2014 16:58