Ytri Rangá gaf 72 laxa í gær Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2014 11:43 Þessi lax veiddist í Ytri Rangá fyrir fáum dögum Það eru aðeins tveir dagar þangað til öðru agni en flugu verður hleypt í Ytri Rangá en veiðin síðustu daga hefur verið mjög góð. Sem dæmi um góða veiði er gærdagurinn en þá veiddust 72 laxar í ánni en aðeins var veitt á 12 stangir. Þetta er afbragðs veiði á þessum tíma og á þessu ári þegar smálax hefur vantað í árnar en athygli vekur að góður hluti þessara laxa eru nýlega gengnir. Laxinn getur verið að ganga í ánna alveg fram í nóvember og haustveiðin er þess vegna oft mjög góður kostur og veiðileyfin að sama skapi ekki dýr. Það sem gerist venjulega þegar fyrsta maðkahollið mætir í ánna er að veiðitölurnar taka góðann kipp upp á við og það er ekkert ólíklegt verði aðstæður góðar að fyrsti dagurinn gæti gefið 100 laxa á land. Þannig dagar hafa verið árvissir í báðum Rangánum en samkvæmt okkar bestu upplýsingum hefur það ekki tekist í hvorugri ánni í sumar. Það virðist vera nokkuð af laxi á fletum veiðistöðum í Ytri Rangá svo það verður spennandi að fylgjast með því sem gerist þegar annað agn en flugan fer í ánna. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Það eru aðeins tveir dagar þangað til öðru agni en flugu verður hleypt í Ytri Rangá en veiðin síðustu daga hefur verið mjög góð. Sem dæmi um góða veiði er gærdagurinn en þá veiddust 72 laxar í ánni en aðeins var veitt á 12 stangir. Þetta er afbragðs veiði á þessum tíma og á þessu ári þegar smálax hefur vantað í árnar en athygli vekur að góður hluti þessara laxa eru nýlega gengnir. Laxinn getur verið að ganga í ánna alveg fram í nóvember og haustveiðin er þess vegna oft mjög góður kostur og veiðileyfin að sama skapi ekki dýr. Það sem gerist venjulega þegar fyrsta maðkahollið mætir í ánna er að veiðitölurnar taka góðann kipp upp á við og það er ekkert ólíklegt verði aðstæður góðar að fyrsti dagurinn gæti gefið 100 laxa á land. Þannig dagar hafa verið árvissir í báðum Rangánum en samkvæmt okkar bestu upplýsingum hefur það ekki tekist í hvorugri ánni í sumar. Það virðist vera nokkuð af laxi á fletum veiðistöðum í Ytri Rangá svo það verður spennandi að fylgjast með því sem gerist þegar annað agn en flugan fer í ánna.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði