Forstjóri Ferrari fær 4 milljarða fyrir að hætta Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 13:02 Luca Montezemolo við Ferrari La Ferrari bíl. Oft á tíðum gefur það meira í aðra hönd að hætta í hárri stöðu en að vera ráðinn í hana. Hér var greint frá því í gær að forstjóri Ferrari hafi hætt í fússi vegna ágreinings við forstjóra Fiat-Chrysler en Fiat-Chrysler á Ferrari. Hann fær greiddar 4.150 milljónir króna við það að stíga úr stóli forstjóra og er bara lítil vorkunn fyrir vikið. Svona greiðslur eru gjarnan kallaðar „golden parachute“, eða gullin fallhlíf og er hugsuð sem umbun fyrir töpuð laun sem annars hefðu fengist með áframhaldandi setu í starfi. Flestir myndu þiggja það að hætta í sínu starfi fyrir slíkar upphæðir. Fráfarandi forstjóri Ferrari, Luca Mentezemolo er orðinn 67 ára og væri því kominn á löglegan ellilífeyrisaldur hérlendis, en með því að þiggja þessa greiðslu lofar hann að keppa ekki við Fiat eða Ferrari til mars árið 2017. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent
Oft á tíðum gefur það meira í aðra hönd að hætta í hárri stöðu en að vera ráðinn í hana. Hér var greint frá því í gær að forstjóri Ferrari hafi hætt í fússi vegna ágreinings við forstjóra Fiat-Chrysler en Fiat-Chrysler á Ferrari. Hann fær greiddar 4.150 milljónir króna við það að stíga úr stóli forstjóra og er bara lítil vorkunn fyrir vikið. Svona greiðslur eru gjarnan kallaðar „golden parachute“, eða gullin fallhlíf og er hugsuð sem umbun fyrir töpuð laun sem annars hefðu fengist með áframhaldandi setu í starfi. Flestir myndu þiggja það að hætta í sínu starfi fyrir slíkar upphæðir. Fráfarandi forstjóri Ferrari, Luca Mentezemolo er orðinn 67 ára og væri því kominn á löglegan ellilífeyrisaldur hérlendis, en með því að þiggja þessa greiðslu lofar hann að keppa ekki við Fiat eða Ferrari til mars árið 2017.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent