Volkswagen stöðvar framleiðslu í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 09:15 Vladimir Putin fyrir framan Volkswagen Tiguan í Rússlandi. Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent
Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent