Volkswagen Passat tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 16:53 Volkswagen Passat GTE. Þeim fer hratt fjölgandi Volkswagen bílunum með tvinnaflrás og nú hefur Passat bæst í þann flota. Volkswagen ætlar að kynna þennan nýjasta Hybrid bíl sinn á bílasýningunni í París sem hefst nú í vikunni. Bíllinn er með 154 hestafla 1,4 lítra bensínmótor með forþjöppu og 114 hestafla rafmótorum en saman orkar þessi aflrás að mestu 215 hestöflum og er með 295 pund/feta tog. Þetta afl skilar bílnum í hundrað kílómetra hraða á innan við 8 sekúndum. Honum má aka allt að 136 km hraða á rafmagninu einu saman og hann kemst fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagni. Í bílnum er 50 lítra bensíntankur og bíllinn á hæglega að komast 1.000 kílómetra á tankfylli. Því mætti aka honum milli London og Parísar og til baka á einum tanki. Þessi nýi Passat fær stafina GTE og mun bjóðast bæði sem langbakur og hefðbundinn „sedan“-bíll. Hann fer í sölu um miðbik næsta árs. Nú er bara spurningin hvaða bílgerð Volkswagen verður næst til að fá tvinnaflrás.Mercedes Benz hefur gert heyrinkunnugt að allar bílgerðir þeirra muni bjóðast með tvinnaflrás í síðasta lagi árið 2020 og ef til vill verður Volkswagen enginn afturbátur Mercedes Benz í þeim efnum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Þeim fer hratt fjölgandi Volkswagen bílunum með tvinnaflrás og nú hefur Passat bæst í þann flota. Volkswagen ætlar að kynna þennan nýjasta Hybrid bíl sinn á bílasýningunni í París sem hefst nú í vikunni. Bíllinn er með 154 hestafla 1,4 lítra bensínmótor með forþjöppu og 114 hestafla rafmótorum en saman orkar þessi aflrás að mestu 215 hestöflum og er með 295 pund/feta tog. Þetta afl skilar bílnum í hundrað kílómetra hraða á innan við 8 sekúndum. Honum má aka allt að 136 km hraða á rafmagninu einu saman og hann kemst fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagni. Í bílnum er 50 lítra bensíntankur og bíllinn á hæglega að komast 1.000 kílómetra á tankfylli. Því mætti aka honum milli London og Parísar og til baka á einum tanki. Þessi nýi Passat fær stafina GTE og mun bjóðast bæði sem langbakur og hefðbundinn „sedan“-bíll. Hann fer í sölu um miðbik næsta árs. Nú er bara spurningin hvaða bílgerð Volkswagen verður næst til að fá tvinnaflrás.Mercedes Benz hefur gert heyrinkunnugt að allar bílgerðir þeirra muni bjóðast með tvinnaflrás í síðasta lagi árið 2020 og ef til vill verður Volkswagen enginn afturbátur Mercedes Benz í þeim efnum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent