Honda Civic Type R í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 15:02 Honda Civic Type R er reffilegur að sjá. Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent