Jeppasýning fór úr böndunum Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 10:06 Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent