„Sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. september 2014 15:30 Blær, Katrín og Valdís „Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær. Airwaves Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær.
Airwaves Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira