Bílabúð Benna hefur sölu á Opel Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 16:49 Opel Adam er einn nýrra bíla sem Bílabúð Benna hefur nú sölu á. Einsog fram hefur komið hefur Bílabúð Benna tekið við söluumboði Opel á Íslandi og mun fyrirtækið kynna glæsilega bílalínu frá Opel á opnunarsýningu um helgina. Það verður gert í gerbreyttum sýningarsal Bílabúðar Benna á Tangarhöfða. Þar verða frumsýndir fjöldi nýrra bíla frá Opel sem ekki hafa sést áður hér á landi. „Þetta eru spennandi tímamót hjá okkur,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. „Opel merkið er á mikilli uppleið í Evrópu, sala og markaðshlutdeild hefur aukist umtalsvert þar. Undanfarin ár hefur Opel fjárfest gríðarlega í þróunarstarfi og það hefur verið að skila sér í ótal hönnunar- og gæðaverðlaunum,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að fyrirtækið mun bjóða upp á sérstaka Opel fjármögnun sem er nýjung hér á landi. Um er að ræða óverðtryggt lán til 5 ára, í íslenskum krónum, með aðeins 5.95% föstum vöxtum og miðað við 40% útborgun. Opnunarsýning Bílabúðar Benna stendur yfir laugardag og sunnudag frá kl. 12 – 16. Léttar veitingar í boði, blöðrur og ís fyrir börnin. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent
Einsog fram hefur komið hefur Bílabúð Benna tekið við söluumboði Opel á Íslandi og mun fyrirtækið kynna glæsilega bílalínu frá Opel á opnunarsýningu um helgina. Það verður gert í gerbreyttum sýningarsal Bílabúðar Benna á Tangarhöfða. Þar verða frumsýndir fjöldi nýrra bíla frá Opel sem ekki hafa sést áður hér á landi. „Þetta eru spennandi tímamót hjá okkur,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. „Opel merkið er á mikilli uppleið í Evrópu, sala og markaðshlutdeild hefur aukist umtalsvert þar. Undanfarin ár hefur Opel fjárfest gríðarlega í þróunarstarfi og það hefur verið að skila sér í ótal hönnunar- og gæðaverðlaunum,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að fyrirtækið mun bjóða upp á sérstaka Opel fjármögnun sem er nýjung hér á landi. Um er að ræða óverðtryggt lán til 5 ára, í íslenskum krónum, með aðeins 5.95% föstum vöxtum og miðað við 40% útborgun. Opnunarsýning Bílabúðar Benna stendur yfir laugardag og sunnudag frá kl. 12 – 16. Léttar veitingar í boði, blöðrur og ís fyrir börnin.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent