Vinsælustu sportbílar heims kljást Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 16:16 Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent
Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent