108 sm tröll úr Haukadalsá síðasta veiðidaginn Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2014 15:39 108 sm lax úr Haukadalsá á síðasta veiðidegi Mynd: FB Haukadalsár Haukadalsá er ein af ánum á vesturlandi sem fór heldur illa út úr niðursveiflu ársins í laxagöngum en þrátt fyrir það má segja að áin hafi klárað tímabilið með hvelli. Á síðasta veiðidegi er ekki úr vegi að taka einn af stærstu löxum sumarsins á land, ekki bara í Haukadalsá heldur á landinu öllu. Laxinn sem veiddist var 108 sm langur og eins og myndin ber með sér er þetta einn af stórlöxum sumarsins, þykkur og flottur hængur sem er kominn í riðabúning. Laxinn fékk að synda aftur í hylinn að lokinni myndatöku veiðimanns. Veiðimaðurinn fær að vonum hamingjuóskir frá öðrum veiðimönnum sem dreymir um að ná svona laxi á stöng en líkurnar á því eru því miður ekki miklar þrátt fyrir að sumarið sé eitt besta stórlaxasumar í mörg ár. Stórlaxinn hefur ekki vantað í árnar en smálaxagöngurnar létu ekki sjá sig og það bitnaði á illa Haukadalsá eins og öðrum ám á vesturlandi en veiðitölur aftur til ársins 2000 sýna lægstu veiði 348 laxa úr ánni svo árið í ár er líklega það versta í ánni frá því að skráningar hófust. Seiðabúskapur virðist þó vera með ágætum og bíða aðdáendur Haukadalsár þess vegna spenntir eftir næsta sumri til að sjá hvort áin rísi ekki aftur upp í forna frægð. Stangveiði Mest lesið Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði
Haukadalsá er ein af ánum á vesturlandi sem fór heldur illa út úr niðursveiflu ársins í laxagöngum en þrátt fyrir það má segja að áin hafi klárað tímabilið með hvelli. Á síðasta veiðidegi er ekki úr vegi að taka einn af stærstu löxum sumarsins á land, ekki bara í Haukadalsá heldur á landinu öllu. Laxinn sem veiddist var 108 sm langur og eins og myndin ber með sér er þetta einn af stórlöxum sumarsins, þykkur og flottur hængur sem er kominn í riðabúning. Laxinn fékk að synda aftur í hylinn að lokinni myndatöku veiðimanns. Veiðimaðurinn fær að vonum hamingjuóskir frá öðrum veiðimönnum sem dreymir um að ná svona laxi á stöng en líkurnar á því eru því miður ekki miklar þrátt fyrir að sumarið sé eitt besta stórlaxasumar í mörg ár. Stórlaxinn hefur ekki vantað í árnar en smálaxagöngurnar létu ekki sjá sig og það bitnaði á illa Haukadalsá eins og öðrum ám á vesturlandi en veiðitölur aftur til ársins 2000 sýna lægstu veiði 348 laxa úr ánni svo árið í ár er líklega það versta í ánni frá því að skráningar hófust. Seiðabúskapur virðist þó vera með ágætum og bíða aðdáendur Haukadalsár þess vegna spenntir eftir næsta sumri til að sjá hvort áin rísi ekki aftur upp í forna frægð.
Stangveiði Mest lesið Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði