Vantar bara 10 laxa uppá að árið verði annað besta Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2014 10:49 Einn af stórlöxunum úr Húseyjakvísl í sumar Mynd: Mokveiðifélagið Veiðin í Húseyjakvísl er búin að vera mjög góð í sumar og veiðimenn sem hafa átt daga í ánni landað mikið af vænum laxi. Samtals eru komnir 260 laxar en ekki hafa fengist staðfestar tölur um veidda sjóbirtinga en frá því í vor hefur mikið veiðst af vænum birting í ánni. Laxinn hefur líka verið mjög vænn í sumar og það er það sem á eftir að toga veiðimenn í ánna á komandi sumri enda er staðan þannig hjá leigutaka að veiðimenn gætu þurft að fara á biðlista til að komast í ánna svo þeir sem hafa hug á því að veiða þarna á næsta ári þurfa að bóka sína daga fljótlega. Síðasti veiðidagurinn er í dag og það vantar aðeins 10 laxa uppá að árið í ár verði það næstbesta í ánni en þó það náist ekki er árangur sumarsins miklu betri en menn reiknuðu með þegar ljóst var að smálaxinn myndi vanta á landsvísu. Það kom þó ekki að sök í Húseyjakvísl því hlutfall stórlaxa er með eindæmum gott í sumar og ef smálaxinn hefði mætt í sama mæli og á venjulegu ári er líklegt að áin hefði farið yfir bestu veiðina sína. Stangveiði Mest lesið Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Veiði Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði
Veiðin í Húseyjakvísl er búin að vera mjög góð í sumar og veiðimenn sem hafa átt daga í ánni landað mikið af vænum laxi. Samtals eru komnir 260 laxar en ekki hafa fengist staðfestar tölur um veidda sjóbirtinga en frá því í vor hefur mikið veiðst af vænum birting í ánni. Laxinn hefur líka verið mjög vænn í sumar og það er það sem á eftir að toga veiðimenn í ánna á komandi sumri enda er staðan þannig hjá leigutaka að veiðimenn gætu þurft að fara á biðlista til að komast í ánna svo þeir sem hafa hug á því að veiða þarna á næsta ári þurfa að bóka sína daga fljótlega. Síðasti veiðidagurinn er í dag og það vantar aðeins 10 laxa uppá að árið í ár verði það næstbesta í ánni en þó það náist ekki er árangur sumarsins miklu betri en menn reiknuðu með þegar ljóst var að smálaxinn myndi vanta á landsvísu. Það kom þó ekki að sök í Húseyjakvísl því hlutfall stórlaxa er með eindæmum gott í sumar og ef smálaxinn hefði mætt í sama mæli og á venjulegu ári er líklegt að áin hefði farið yfir bestu veiðina sína.
Stangveiði Mest lesið Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Veiði Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði