Gerbreyttur Renault Espace Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 10:43 Renault Espace er nú orðinn að jepplingi. Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent
Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent