Kótelettufélagið með glaðning á gosvaktina Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 20:58 Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð. Eldgosið við rætur Dyngjujökuls hefur nú staðið í meira en þrjár vikur. Heima í héraði hefur gosvaktin þó staðið í fimm vikur, eða frá 18. ágúst, þegar aðgerðastjórn tók til starfa á lögreglustöðinni á Húsavík undir forystu Svavars Pálssonar sýslumanns. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var sýnt frá óvæntri heimsókn; hópi manna sem kom með kótelettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sultu, til að gleðja mannskapinn. Birgir Þór Þórðarson, einn þeirra sem mættu með matarbakkana, útskýrði heimsóknina með því að mennirnir á gosvaktinni ættu þetta inni. Þeir væru að vinna þörf þjóðfélagsverkefni og þeir þyrftu að fá eitthvað að borða. Þeir kynntu sig sem Kótelettufélag Íslands, - en rætur þess liggja í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur, - og sögðu þeir að með þessu framtaki vildu þeir leggja sitt af mörkum. Svavar Pálsson sýslumaður sagði samfélagið fyrir norðan virðast sýna störfum þeirra mikinn skilning. Þeir fengju allskonar heimsóknir, gott fólk kæmi með bakkelsi og nú væru ungir sveinar mættir frá Kótelettufélagi Íslands með fullbúna máltíð. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var meira sagt frá kótelettuveislunni og heilsað upp á fleira fólk fyrir norðan sem staðið hefur í eldlínu eldgossins. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð. Eldgosið við rætur Dyngjujökuls hefur nú staðið í meira en þrjár vikur. Heima í héraði hefur gosvaktin þó staðið í fimm vikur, eða frá 18. ágúst, þegar aðgerðastjórn tók til starfa á lögreglustöðinni á Húsavík undir forystu Svavars Pálssonar sýslumanns. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var sýnt frá óvæntri heimsókn; hópi manna sem kom með kótelettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sultu, til að gleðja mannskapinn. Birgir Þór Þórðarson, einn þeirra sem mættu með matarbakkana, útskýrði heimsóknina með því að mennirnir á gosvaktinni ættu þetta inni. Þeir væru að vinna þörf þjóðfélagsverkefni og þeir þyrftu að fá eitthvað að borða. Þeir kynntu sig sem Kótelettufélag Íslands, - en rætur þess liggja í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur, - og sögðu þeir að með þessu framtaki vildu þeir leggja sitt af mörkum. Svavar Pálsson sýslumaður sagði samfélagið fyrir norðan virðast sýna störfum þeirra mikinn skilning. Þeir fengju allskonar heimsóknir, gott fólk kæmi með bakkelsi og nú væru ungir sveinar mættir frá Kótelettufélagi Íslands með fullbúna máltíð. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var meira sagt frá kótelettuveislunni og heilsað upp á fleira fólk fyrir norðan sem staðið hefur í eldlínu eldgossins.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira