Fiat-Chrysler að kaupa Piaggio Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 10:22 Vespa frá Piaggio. Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður
Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður