Toyota kynnir smáan jeppling í París Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 09:43 Toyota C-HR, sportlegur og flottur. Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður
Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður