Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 12:11 Vísir/Getty Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Súrínam Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
Súrínam Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira