Skemmtilegur tími framundan í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2014 12:09 Það hafa margir vænir sjóbirtingar veiðst í Varmá í sumar Það er alltaf einhver hluti veiðimanna sem náði ekki að veiða nægju sína á hverju sumri og á rólegu sumri eins og því sem er rétt liðið er þessi hópur nokkuð fjölmennur. Sjóbirtingsveiðin er þessa dagana að ná hámarki og við erum þegar farin á stúfana til að heyra hvar veiðimenn eru helst að fá hann þessa dagana og fram að lokun veiðitímabils en það klárast í lok október. Fyrir þá sem vilja skjótast stutt frá bænum og vera nokkuð öruggir með að vera í fiski er Varmá alltaf skemmtilegur kostur enda veiðileyfin ódýr og veiðivon góð. Mikið hefur veiðst af stórum birting í ánni í vor og sumar ásamt því að allvænar bleikjur hafa stokkið á flugur veiðimanna. Bleikjan er þó ekki líkleg til að vera í miklu tökustuði en annað á við um sjóbirtingin sem er að ganga í ánna þessa dagana. Hann getur verið vænn og í sumum hyljum liggja margir vænir saman en það þýðir samt ekki að auðvelt sé að ná þeim. Fiskurinn getur verið mjög styggur og sú veiðiaðferð sem hefur að jafnaði gefið best er að veiða andstreymis á litlar púpur eða nota litlar straumflugur. Það er mikið af lausum leyfum í ánna í október svo það er um að gera að velja sér góða daga og klára tímabilið á einum vænum sjóbirting og ekki gleyma að segja okkur frá því. Við hvetjum alla veiðimenn sem eru á sjóbirtingsveiðum að senda okkur mynd og segja okkur aðeins frá veiðinni. Sendið póstinn á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Lax í Elliðaám Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Plankað við bakkann Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði
Það er alltaf einhver hluti veiðimanna sem náði ekki að veiða nægju sína á hverju sumri og á rólegu sumri eins og því sem er rétt liðið er þessi hópur nokkuð fjölmennur. Sjóbirtingsveiðin er þessa dagana að ná hámarki og við erum þegar farin á stúfana til að heyra hvar veiðimenn eru helst að fá hann þessa dagana og fram að lokun veiðitímabils en það klárast í lok október. Fyrir þá sem vilja skjótast stutt frá bænum og vera nokkuð öruggir með að vera í fiski er Varmá alltaf skemmtilegur kostur enda veiðileyfin ódýr og veiðivon góð. Mikið hefur veiðst af stórum birting í ánni í vor og sumar ásamt því að allvænar bleikjur hafa stokkið á flugur veiðimanna. Bleikjan er þó ekki líkleg til að vera í miklu tökustuði en annað á við um sjóbirtingin sem er að ganga í ánna þessa dagana. Hann getur verið vænn og í sumum hyljum liggja margir vænir saman en það þýðir samt ekki að auðvelt sé að ná þeim. Fiskurinn getur verið mjög styggur og sú veiðiaðferð sem hefur að jafnaði gefið best er að veiða andstreymis á litlar púpur eða nota litlar straumflugur. Það er mikið af lausum leyfum í ánna í október svo það er um að gera að velja sér góða daga og klára tímabilið á einum vænum sjóbirting og ekki gleyma að segja okkur frá því. Við hvetjum alla veiðimenn sem eru á sjóbirtingsveiðum að senda okkur mynd og segja okkur aðeins frá veiðinni. Sendið póstinn á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Lax í Elliðaám Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Plankað við bakkann Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði