Innköllun á 690.000 Toyota Tacoma Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 09:39 Toyota Tacoma. Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent