Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 14:28 "Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök.“ Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum. Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25