Nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni hefst formlega um helgina 7. október 2014 16:48 Jarrod Lyle hefur nú baráttu sína á golfvellinum á ný. Getty Nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni hefst formlega á fimmtudaginn en Frys.com Open mótið fer fram á Silverado vellinum í Kaliforníu. Margir af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar taka sér oft frí á þessum tíma en þrátt fyrir það eru nokkrar Ryder-bikar stjörnur skráðar til leiks. Þar ber helst að nefna Jimmy Walker sem á titil að verja en Matt Kuchar, Hunter Mahan og Lee Westwood verða einnig með. Þrátt fyrir að augu flestra verði á Walker, sem sigraði á þremur mótum á síðasta tímabili og spilaði frábærlega í Ryder-bikarnum á Gleneagles, hefur saga Jarrod Lyle vakið mikla athygli en hann tryggði sér sæti í mótinu í gegn um úrtökumót sem kláraðist í gær. Lyle greindist með hvítblæði í annað sinn í mars árið 2012 en hann hafði þá leikið á PGA-mótaröðinni þrjú ár í röð. Eftir greininguna tók við lyfjameðferð og var hann frá í rúma 18 mánuði en hann kom til baka á golfvöllinn í nóvember árið 2013 og tók þátt í Ástralska meistaramótinu. Nú virðist Lyle vera búinn að jafna sig nógu vel til þess að spila við þá bestu á ný en hann mun fá tækifæri í 20 PGA-mótum á komandi tímabili til þess að tryggja sér varanlegan þátttökurétt á mótaröðinni. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Lyle gengur um helgina en ljóst er að margir golfáhugamenn eiga eftir að styðja hann til afreka á komandi vikum og mánuðum. Mótið verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 21:00 á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni hefst formlega á fimmtudaginn en Frys.com Open mótið fer fram á Silverado vellinum í Kaliforníu. Margir af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar taka sér oft frí á þessum tíma en þrátt fyrir það eru nokkrar Ryder-bikar stjörnur skráðar til leiks. Þar ber helst að nefna Jimmy Walker sem á titil að verja en Matt Kuchar, Hunter Mahan og Lee Westwood verða einnig með. Þrátt fyrir að augu flestra verði á Walker, sem sigraði á þremur mótum á síðasta tímabili og spilaði frábærlega í Ryder-bikarnum á Gleneagles, hefur saga Jarrod Lyle vakið mikla athygli en hann tryggði sér sæti í mótinu í gegn um úrtökumót sem kláraðist í gær. Lyle greindist með hvítblæði í annað sinn í mars árið 2012 en hann hafði þá leikið á PGA-mótaröðinni þrjú ár í röð. Eftir greininguna tók við lyfjameðferð og var hann frá í rúma 18 mánuði en hann kom til baka á golfvöllinn í nóvember árið 2013 og tók þátt í Ástralska meistaramótinu. Nú virðist Lyle vera búinn að jafna sig nógu vel til þess að spila við þá bestu á ný en hann mun fá tækifæri í 20 PGA-mótum á komandi tímabili til þess að tryggja sér varanlegan þátttökurétt á mótaröðinni. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Lyle gengur um helgina en ljóst er að margir golfáhugamenn eiga eftir að styðja hann til afreka á komandi vikum og mánuðum. Mótið verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 21:00 á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira