Leikurinn Middle Earth: Shadow of Mordor situr í öðru sæti yfir fjölda seldra tölvuleikja í Bretlandi. Aldrei áður hefur leikur byggður á sögum Tolkien selst jafn vel. Þá skiptast seld eintök niður á milli leikjavéla, en 56 prósent keytpu fyrir PS4, 41 prósent fyrir Xbox One og 3 prósent fyrir PC.
FIFA 15 situr á toppnum aðra vikuna í röð, þrátt fyrir að 70 prósent minni sölu milli vikna. Þetta kemur fram á vef Chart-Track.
Kappakstursleikurinn Forza Horizon 2 er í þriðja sæti listans. Super Smash Bros í því fjórða og Destiny í því fimmta. Topp lista Chart-Track má sjá hér.
Dómur um Shadow of Mordor mun birtast í Fréttablaðinu og Vísi á laugardaginn.
