Rapparinn Sævar Poetrix var undir áhrifum eiturlyfja þegar hann skrifaði bók sína „Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama“ sem kemur út 15. nóvember næstkomandi.
„Ég reykti mikið kannabis og inn á milli tók ég LSD, eitthvað ecstasy og amfetamín. Ég hætti um leið og ég var búinn að skrifa síðasta kaflann í bókinni. Ég vildi vera í réttu ástandi og þetta er að stysta leiðin í þennan raunveruleika sem ég er að lýsa,“ segir Sævar.
Aðspurður hvort áhrif ofskynjunarlyfja geti gefið honum rétta mynd af viðfangsefninu, einna helst í ljósi þess að systir hans segir frásögn hans í bókinni ekki rétta, segir hann svo vera. Fíkniefnin hafi hann notað til að reyna að komast í réttar aðstæður og til að endurupplifa hlutina.
Skrifaði bókina undir áhrifum fíkniefna

Tengdar fréttir

Sævar Poetrix stendur við orð sín: „Hún hlýtur að vita ekki betur“
"Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar.

Gagnrýnir bók bróður síns harðlega
„Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“

"Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“
Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt.