Mikko Ilonen sigraði á Volvo meistaramótinu í holukeppni 19. október 2014 17:04 Ilonen hefur átt frábært tímabil. Getty Eitt vinsælasta mótið á Evrópumótaröðinni á hverju ári er Volvo holukeppnin en aðeins bestu kylfingar mótaraðarinnar hafa þátttökurétt. Mótið kláraðist í dag eftir fjögurra daga holukeppnisveislu en finnski kylfingurinn Mikko Ilonen bar sigur úr bítum eftir spennandi úrslitaleik við sænsku ofurstjörnuna Henrik Stenson sem endaði á 17. holu. Þrátt fyrir að aðstæður á London golfvellinum í Kent hafi verið erfiðar á lokahringjunum í dag fékk Illonen ekki einn einasta skolla í úrslitaleiknum ásamt fjórum fuglum og það var nóg til þess að leggja Stenson af velli, sem er af mörgum talinn einn besti holukeppnisspilari heims. Í leiknum um þriðja sætið bar Hollendingurinn Joost Luiten sigurorð af Suður-Afríkumanninum George Coetzee í leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu. Fyrir sigurinn fékk Mikko Ilonen 650.000 evrur sem eru langstærstu peningaverðlaun sem hann hefur unnið sér inn á ferlinum til þessa en hann sigraði einnig á Opna írska meistaramótinu sem fram fór í júní. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Eitt vinsælasta mótið á Evrópumótaröðinni á hverju ári er Volvo holukeppnin en aðeins bestu kylfingar mótaraðarinnar hafa þátttökurétt. Mótið kláraðist í dag eftir fjögurra daga holukeppnisveislu en finnski kylfingurinn Mikko Ilonen bar sigur úr bítum eftir spennandi úrslitaleik við sænsku ofurstjörnuna Henrik Stenson sem endaði á 17. holu. Þrátt fyrir að aðstæður á London golfvellinum í Kent hafi verið erfiðar á lokahringjunum í dag fékk Illonen ekki einn einasta skolla í úrslitaleiknum ásamt fjórum fuglum og það var nóg til þess að leggja Stenson af velli, sem er af mörgum talinn einn besti holukeppnisspilari heims. Í leiknum um þriðja sætið bar Hollendingurinn Joost Luiten sigurorð af Suður-Afríkumanninum George Coetzee í leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu. Fyrir sigurinn fékk Mikko Ilonen 650.000 evrur sem eru langstærstu peningaverðlaun sem hann hefur unnið sér inn á ferlinum til þessa en hann sigraði einnig á Opna írska meistaramótinu sem fram fór í júní.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira