Bíó og sjónvarp

Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndin Borgríki 2: Blóð hraustra manna verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn. 

Í meðfylgjandi myndbandi geta lesendur Vísis skyggnst örlítið á bak við tjöldin við gerð myndarinnar en eins og sést í myndbandinu einkennist myndin af miklum hraða og eru mörg slagsmálaatriði í myndinni sem flókin eru í útfærslu.

Borgríki 2: Blóð hraustra manna er sjálfstætt framhald spennumyndarinnar Borgríkis sem frumsýnd var árið 2011. Það er framleiðslufyrirtækið Poppoli sem er gerir myndina undir leikstjórn Olafs de Fleur. Aðalhutverk eru í höndum Darra Ingólfssonar, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Ingvars E. Sigurðssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Zlatko Krickic og Hilmis Snæs Guðnasonar.

Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni. Hannes sér fram á að slá tvær flugur í einu höggi, ná yfirmanninum og erlendri glæpaklíku sem er með tökin á borginni.  Til að ná þessu markmiði sínu dregur hann lögreglukonu sem á erfiða fortíð að baki inn í aðgerðirnar, óafvitandi að erlenda glæpagengið ætlar sér stóra hluti og að meðlimir þess munu svífast einskis til verja sig.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×