Toyota í bátasmíði Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2014 10:16 Hið flottasta fley frá Toyota. Japanskir bílasmiðir eru ekki einhamir er kemur að smíði hina ýmsu farartækja. Þar er Toyota ekki undaskilið og hefur fyrirtækið nú í sölu hraðbát sem vakið hefur forvitni margra. Báturinn er 31 feta langur, smíðaður að mestu úr áli og með tvær bílvélar sem einnig má finna í Land Cruiser og Lexus GX bílum. Eru það 3,0 lítra dísilvélar með forþjöppum og eru þeim breytt til að henta í bátum, með sérstakri kælingu og eldsneytisstjórnun sem miða að því að minnka titring og hljóð. Þessi nýi bátur ber nafnið Ponam-31 og kostar 275.000 dollara, eða um 33,3 milljónir króna. Hann tekur 12 manns og má bæði stýra í bátshúsinu sem og í opnu rými á toppi bátsins. Toyota hefur reyndar smíðað báta frá árinu 1997, hafði selt 600 báta árið 2008, en ekki hefur mikið farið fyrir fréttum af þeim. Toyota horfir aðallega til Bandaríkjanna við sölu á bátum sínum.Afar vistlegur að innan og tekur 12 manns.Vindkljúfurinn að aftan á að minna á vindkljúf á bíl. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Japanskir bílasmiðir eru ekki einhamir er kemur að smíði hina ýmsu farartækja. Þar er Toyota ekki undaskilið og hefur fyrirtækið nú í sölu hraðbát sem vakið hefur forvitni margra. Báturinn er 31 feta langur, smíðaður að mestu úr áli og með tvær bílvélar sem einnig má finna í Land Cruiser og Lexus GX bílum. Eru það 3,0 lítra dísilvélar með forþjöppum og eru þeim breytt til að henta í bátum, með sérstakri kælingu og eldsneytisstjórnun sem miða að því að minnka titring og hljóð. Þessi nýi bátur ber nafnið Ponam-31 og kostar 275.000 dollara, eða um 33,3 milljónir króna. Hann tekur 12 manns og má bæði stýra í bátshúsinu sem og í opnu rými á toppi bátsins. Toyota hefur reyndar smíðað báta frá árinu 1997, hafði selt 600 báta árið 2008, en ekki hefur mikið farið fyrir fréttum af þeim. Toyota horfir aðallega til Bandaríkjanna við sölu á bátum sínum.Afar vistlegur að innan og tekur 12 manns.Vindkljúfurinn að aftan á að minna á vindkljúf á bíl.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent