Audi TT auglýsing tekin á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 12:51 Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr. Bílar video Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr.
Bílar video Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent