Innlent

Loftgæði fara versnandi á höfuðborgarsvæðinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mengunin gæti aukist á næstu tímum.
Mengunin gæti aukist á næstu tímum. VÍSIR/EGILL AÐALSTEINSSON
Brennisteinsdíoxíðsmengun hefur farið hækkandi í Hveragerði og höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Þetta sýna mengunarmælar.

Hæsta gildi í Hveragerði hefur farið yfir 1400 míkrógrömm á rúmmetra. Mælir í Hvaleyrarholti hefur sýnt yfir 1500 míkrógrömm á rúmmetra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Þar segir að hæg austanátt sem er á þessu svæði núna auki líkur á að styrkur brennisteinsdíoxíðs eigi eftir að hækka enn frekar.

Veðurspá fyrir morgundaginn gerir ráð fyrir að bæti í vind en að áfram verði austlægar áttir. Gæti því áhrifa mengunarinnar gætt næstu daga.

Almannavarnir biður fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma að fylgjast vel með mengunarmælum á vefsíðunni loftgaedi.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×