Innlent

Stefnt á opnun í Hlíðarfjalli 19. desember

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snjóframleiðslan er komin á fullt fyrir norðan.
Snjóframleiðslan er komin á fullt fyrir norðan. Vísir/Jóhannes Viktorsson
Snjóframleiðsla hófst klukkan 6 í morgun í Hlíðarfjalli á Akureyri. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Hlíðarfjalls gengur framleiðslan vel.

„Veður fer kólnandi núna svo við stefnum á að geta framleitt snjó fram á föstudag en þá fer að hlýna samkvæmt spánni,“ segir Guðmundur. Hann segir framleiðsluna hefjast á svipuðum tíma og undanfarin ár, það sé oftast í kringum mánaðamótin október-nóvember.

„Við stefnum svo á opnun 19. desember og búumst bara við góðum, löngum, snjómiklum og sólríkum vetri.“

Aðspurður hversu mikið af snjó þurfi að framleiða segir hann það misjafnt.

„Við framleiðum snjó til þess að geta opnað. Stundum snjóar með og þá þurfum við minna en það er voða erfitt að segja hvað við þurfum mikið. Það fer eftir hvað við ætlum að framleiða í margar og svona, og auðvitað fer þetta líka eftir veðri og vindum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×