Bilið örmjótt milli þriggja stærstu bílaframleiðendanna Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 12:43 Toyota er enn söluhæsti bílaframleiðandi heims. Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent
Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent