Tiger Woods byrjaður að slá full golfhögg á ný Kári Örn Hinriksson skrifar 21. október 2014 23:00 Tiger er staðráðinn í að vinna bug á bakmeiðslunum fyrir fullt og allt. Vísir/Getty Tiger Woods er farinn að slá full golfhögg á ný en þessi frábæri kylfingur hefur átt í miklum vandræðum á árinu vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann. Woods lék síðast keppnisgolf í ágúst þar sem hann missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu en hann missti af Masters mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Í endurkomu sinni gekk honum afar illa og eftir misheppnað högg upp úr glompu á lokahringnum á Bridgestone-Invitational mótinu var ljós að bakið var farið að trufla hann verulega á ný. Woods gaf út í kjölfarið að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryderlið Bandaríkjanna ásamt því að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi þangað til í desember til þess að jafna sig að fullu af meiðslunum. „Læknarnir hafa sagt Tiger að hann geti byrjað að slá full högg aftur sem hann er byrjaður að gera,“ sagði umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, í viðtali við USA Today fyrr í vikunni. „Hann hefur undanfarið bara verið að vinna í stutta spilinu meðan hann jafnar sig alveg í bakinu en honum líður vel þessa dagana og er að taka framförum.“ Woods hefur gefið það út að hann stefni á endurkomu á golfvöllinn í byrjun desember þegar að Hero World Golf Challenge mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en hann er einnig gestgjafi mótsins. Golf Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods er farinn að slá full golfhögg á ný en þessi frábæri kylfingur hefur átt í miklum vandræðum á árinu vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann. Woods lék síðast keppnisgolf í ágúst þar sem hann missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu en hann missti af Masters mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Í endurkomu sinni gekk honum afar illa og eftir misheppnað högg upp úr glompu á lokahringnum á Bridgestone-Invitational mótinu var ljós að bakið var farið að trufla hann verulega á ný. Woods gaf út í kjölfarið að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryderlið Bandaríkjanna ásamt því að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi þangað til í desember til þess að jafna sig að fullu af meiðslunum. „Læknarnir hafa sagt Tiger að hann geti byrjað að slá full högg aftur sem hann er byrjaður að gera,“ sagði umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, í viðtali við USA Today fyrr í vikunni. „Hann hefur undanfarið bara verið að vinna í stutta spilinu meðan hann jafnar sig alveg í bakinu en honum líður vel þessa dagana og er að taka framförum.“ Woods hefur gefið það út að hann stefni á endurkomu á golfvöllinn í byrjun desember þegar að Hero World Golf Challenge mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en hann er einnig gestgjafi mótsins.
Golf Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira