Dómstólar leggja mat á hvort Stairway To Heaven sé stolið Orri Freyr Rúnarsson skrifar 21. október 2014 16:30 Robert Plant, söngvari Led Zeppelin Getty Nú er orðið ljóst að dómstólar munu leggja mat á hvort að Led Zeppelin lagið Stairway To Heaven sé stolið eða ekki. En dómari í Bandaríkjunum ákvað að hafna frávísunarkröfu Led Zeppelin og málið fer því fyrir dóm. En meðlimir Led Zeppelin eru sakaðir um að hafa stolið laglínunni úr laginu Taurus með hljómsveitinni Spirit en hljómsveitirnar ferðuðust saman árin 1968 og 1969. Fari svo að Led Zeppelin tapi málinu verður gítarleikarinn Randy California skráður sem meðhöfundur af laginu og sökum þess að hann er látin ættu þá afkomendur hans von á vænni summu.Sónar Reykjavík tilkynnti í gær fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni á næsta ári og ber þá helst að nafni að dubsteb tónlistarmaðurinn Skrillex mun koma fram á hátíðinnni en Skrillex er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir og hefur hann komið fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum heims á undanförnum árum. Auk Skrillex var tilkynnt að Paul Kalkbrenner, Todd Terje, Mugison, Samaris, Prins Póló, Young Karin og fleiri koma fram á hátíðinni sem fer fram í febrúar á næsta ári. Á dögunum kom fram í Púlsinum að Julian Casablancas hefði ekki lengur gaman af því að koma fram með hljómsveitinni The Strokes. En Casablancas hefur nú sagt að orð hans hafi verið tekin úr samhengi. Vissulega hefði hljómsveitni gengið í gegnum erfitt tímabil en þeir væru búnir að leysa úr sínum málum og að koma fram með The Strokes væri nú aftur orðið eitt það skemmtilegasta sem hann gerir.Billy Corgan alltaf hressVísir/GettySmashing Pumpkins hafa nú tilkynnt að væntanleg plata frá þeim muni heita Monuments To an Elegy og eins og áður hefur komið fram mun Mötley Crue trommarinn Tommy Lee sjá um að berja húðirnar á plötunni. En platan er væntanleg þann 9.desember. Þá hafa Smashing Pumpkins einnig gefið út nýtt lag og kallast það Being Beige. Að lokum minnir Púlsinn að sjálfsögðu á Jack Live sem verður á föstudaginn á Húrra. Hljómsveitirnar Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink koma fram og miðaverð er einungis 1.500 sem er gjöf en ekki gjald fyrir svona veislu. Verðu með vel stillt á X-ið alla vikuna og þú gætir nælt þér í miða. Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Queen Tora Victoria Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Ný plata frá Diktu Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon
Nú er orðið ljóst að dómstólar munu leggja mat á hvort að Led Zeppelin lagið Stairway To Heaven sé stolið eða ekki. En dómari í Bandaríkjunum ákvað að hafna frávísunarkröfu Led Zeppelin og málið fer því fyrir dóm. En meðlimir Led Zeppelin eru sakaðir um að hafa stolið laglínunni úr laginu Taurus með hljómsveitinni Spirit en hljómsveitirnar ferðuðust saman árin 1968 og 1969. Fari svo að Led Zeppelin tapi málinu verður gítarleikarinn Randy California skráður sem meðhöfundur af laginu og sökum þess að hann er látin ættu þá afkomendur hans von á vænni summu.Sónar Reykjavík tilkynnti í gær fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni á næsta ári og ber þá helst að nafni að dubsteb tónlistarmaðurinn Skrillex mun koma fram á hátíðinnni en Skrillex er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir og hefur hann komið fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum heims á undanförnum árum. Auk Skrillex var tilkynnt að Paul Kalkbrenner, Todd Terje, Mugison, Samaris, Prins Póló, Young Karin og fleiri koma fram á hátíðinni sem fer fram í febrúar á næsta ári. Á dögunum kom fram í Púlsinum að Julian Casablancas hefði ekki lengur gaman af því að koma fram með hljómsveitinni The Strokes. En Casablancas hefur nú sagt að orð hans hafi verið tekin úr samhengi. Vissulega hefði hljómsveitni gengið í gegnum erfitt tímabil en þeir væru búnir að leysa úr sínum málum og að koma fram með The Strokes væri nú aftur orðið eitt það skemmtilegasta sem hann gerir.Billy Corgan alltaf hressVísir/GettySmashing Pumpkins hafa nú tilkynnt að væntanleg plata frá þeim muni heita Monuments To an Elegy og eins og áður hefur komið fram mun Mötley Crue trommarinn Tommy Lee sjá um að berja húðirnar á plötunni. En platan er væntanleg þann 9.desember. Þá hafa Smashing Pumpkins einnig gefið út nýtt lag og kallast það Being Beige. Að lokum minnir Púlsinn að sjálfsögðu á Jack Live sem verður á föstudaginn á Húrra. Hljómsveitirnar Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink koma fram og miðaverð er einungis 1.500 sem er gjöf en ekki gjald fyrir svona veislu. Verðu með vel stillt á X-ið alla vikuna og þú gætir nælt þér í miða.
Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Queen Tora Victoria Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Ný plata frá Diktu Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon