Snillingur á Bobcat Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2014 16:12 Áður hafa hér sést frábær tilþrif eigenda lítilla vinnvéla sem koma þeim á ótrúlegan hátt uppá vörubílspalla. Hér er þó líklega kominn sá allra færasti. Mjög hátt er uppá pallinn á á vörubíl hans en hann gerir sér lítið fyrir og prjónar Bobcat vinnuvél sinni uppá framhjólin og bakkar þannig að vörubílnum og notar svo skófluna til að mjaka honum uppá. Það þarf hreinlega frísklegt hugmyndaflug til að reyna þetta, hvað þá að takast það. Fæstum tækist að prjóna Bobcat á framhjólunum, hvað þá að bakka þannig með nákvæmni og koma henni endanlega uppá háan pallinn. Svo er hann líka snöggur að þessu, enda líklega í akkorði! Svona snillingar ættu að vinna í Cirque du Soleil. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent
Áður hafa hér sést frábær tilþrif eigenda lítilla vinnvéla sem koma þeim á ótrúlegan hátt uppá vörubílspalla. Hér er þó líklega kominn sá allra færasti. Mjög hátt er uppá pallinn á á vörubíl hans en hann gerir sér lítið fyrir og prjónar Bobcat vinnuvél sinni uppá framhjólin og bakkar þannig að vörubílnum og notar svo skófluna til að mjaka honum uppá. Það þarf hreinlega frísklegt hugmyndaflug til að reyna þetta, hvað þá að takast það. Fæstum tækist að prjóna Bobcat á framhjólunum, hvað þá að bakka þannig með nákvæmni og koma henni endanlega uppá háan pallinn. Svo er hann líka snöggur að þessu, enda líklega í akkorði! Svona snillingar ættu að vinna í Cirque du Soleil.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent