Mannleg mistök urðu til þess að mokstur í Kópavogsbæ hófst ekki fyrr en klukkan hálf átta í morgun. Í yfirlýsingu frá bænum segir að ekki hafi verið brugðist rétt við aðstæðum í bænum í nótt og verða verklagsreglur í tengslum við mokstur gatna og söltun því yfirfarnar hjá Kópavogsbæ.
Fjöldi bílstjóra lenti í vandræðum í umferðinni í morgun og nokkuð var um árekstra vegna hálku á götum bæjarins. Dæmi voru um að fólk hafi verið í um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu.
Að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, er nú unnið að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag.
Yfirfara verklagsreglur vegna mistaka í Kópavogi

Tengdar fréttir

Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun
„Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi.

Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði
Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag.

Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu
Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu.

Björgunarsveitir önnum kafnar
Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið.

Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði
Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar.