QuizUp sagður vera hinn nýi Tinder Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2014 16:50 Hér má sjá parið sem kynntist í gegnum QuizUp. Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff. Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff.
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira