Brjóstaauglýsing olli 517 árekstrum í Moskvu Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 10:20 Svona auglýsingar virðast ekki heppilegar á götum Moskvuborgar. Auglýsing símafyrirtækis á 30 flutningabílum olli alls 517 árekstrum á götum Moskvuborgar á einum degi í síðustu viku. Auglýsingin, sem var risastór, sýnir fagran barm konu og vegfarendum í borginni varð svo starsýnt á hana að hrina aftanákeyrsla varð á þessum eina degi. Viðbrögð símafyrirtækisins eru þau að bæta þeim sem urðu fyrir tjóni það sem ekki verður bætt af tryggingarfélögum. Einn vegfarenda lýsti upplifun sinni þannig að hann hafi verið á leið á fund er hann tók eftir þessari risaauglýsingu og örskömmu síðar hafi bíll ekið aftan á hann og að sá sem ók á hann hafi gefið þá skýringu að hann hafi algjörlega misst athygli við aksturinn. Ekki er mikil ánægja með þessar auglýsingar í Moskvu þó svo hún fangi sannarlega athygli vegfarenda. Auglýsingastofan sem fyrir þeim stendur segir að meiningin hafi verið að færa fyrirtækjum nýjan auglýsingakost með stórum auglýsingum á þessum flutningabílum, en ekki er víst að framhald verði á eftir þessi ofurviðbrögð vegfarenda. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent
Auglýsing símafyrirtækis á 30 flutningabílum olli alls 517 árekstrum á götum Moskvuborgar á einum degi í síðustu viku. Auglýsingin, sem var risastór, sýnir fagran barm konu og vegfarendum í borginni varð svo starsýnt á hana að hrina aftanákeyrsla varð á þessum eina degi. Viðbrögð símafyrirtækisins eru þau að bæta þeim sem urðu fyrir tjóni það sem ekki verður bætt af tryggingarfélögum. Einn vegfarenda lýsti upplifun sinni þannig að hann hafi verið á leið á fund er hann tók eftir þessari risaauglýsingu og örskömmu síðar hafi bíll ekið aftan á hann og að sá sem ók á hann hafi gefið þá skýringu að hann hafi algjörlega misst athygli við aksturinn. Ekki er mikil ánægja með þessar auglýsingar í Moskvu þó svo hún fangi sannarlega athygli vegfarenda. Auglýsingastofan sem fyrir þeim stendur segir að meiningin hafi verið að færa fyrirtækjum nýjan auglýsingakost með stórum auglýsingum á þessum flutningabílum, en ekki er víst að framhald verði á eftir þessi ofurviðbrögð vegfarenda.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent