Fá allar gerðir Porsche 911 forþjöppu? Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 09:46 Porsche 911. Bílatímaritið Car segist hafa heimildir fyrir því að strax á næsta ári muni allar gerðir hins goðsagnarkennda sportbíls Porsche 911 fá forþjöppu, en aðeins tvær gerðir bílsins eru þannig úr garði gerðir nú. Það eru bara gerðirnar Porsche 911 Turbo og Turbo S sem búnir eru forþjöppu í dag, en til dæmis eru 911 Carrera, Carrera S, Carrera 4 og Targa ekki með forþjöppu. Car vill meina að Porsche muni skipta út 3,4 lítra boxer vélinni í hefðbundnum 911 Carrera fyrir 2,9 lítra boxervél með forþjöppu. Minna sprengirými verður þó alls ekki til að minnka afl bílsins, en sá nýi verður heil 400 hestöfl. Carrera S fær hinsvegar að hjalda 3,8 lítra vélinni, fær forþjöppu og sprautar út 530 hestöflum. Það gerir hann aflmeiri en núverandi Porsche 911 Turbo, sem er 520 hestöfl. Hvað verða þá aflmestu gerðir 911 kraftmiklir, þ.e. bílar eins og 911 Turbo, Turbo S og GT2? Car telur að enginn þeirra verði undir 600 hestöflum. Það sem líklega rekur Porsche til að útbúa alla 911-bíla sína með forþjöppu er til að minnka eyðslu þeirra og hlýta með því lögum um lækkandi eyðslu bíla þeirra. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Bílatímaritið Car segist hafa heimildir fyrir því að strax á næsta ári muni allar gerðir hins goðsagnarkennda sportbíls Porsche 911 fá forþjöppu, en aðeins tvær gerðir bílsins eru þannig úr garði gerðir nú. Það eru bara gerðirnar Porsche 911 Turbo og Turbo S sem búnir eru forþjöppu í dag, en til dæmis eru 911 Carrera, Carrera S, Carrera 4 og Targa ekki með forþjöppu. Car vill meina að Porsche muni skipta út 3,4 lítra boxer vélinni í hefðbundnum 911 Carrera fyrir 2,9 lítra boxervél með forþjöppu. Minna sprengirými verður þó alls ekki til að minnka afl bílsins, en sá nýi verður heil 400 hestöfl. Carrera S fær hinsvegar að hjalda 3,8 lítra vélinni, fær forþjöppu og sprautar út 530 hestöflum. Það gerir hann aflmeiri en núverandi Porsche 911 Turbo, sem er 520 hestöfl. Hvað verða þá aflmestu gerðir 911 kraftmiklir, þ.e. bílar eins og 911 Turbo, Turbo S og GT2? Car telur að enginn þeirra verði undir 600 hestöflum. Það sem líklega rekur Porsche til að útbúa alla 911-bíla sína með forþjöppu er til að minnka eyðslu þeirra og hlýta með því lögum um lækkandi eyðslu bíla þeirra.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent