Kvef eða kynsjúkdómur? sigga dögg kynfræðingur skrifar 20. október 2014 11:00 Kynsjúkdómar geta verið á kynfærum en einnig í munni og rassi. Getty/Mynd Leikarinn Michael Douglas sagði nýlega að hann hefði fengið krabbamein í hálsinn vegna munnmaka við konur. Þessi frétt barst eins og eldur um sinu internetsins og allt í einu var á allra vörum að munnmök væru hættulaus. Við munnmök er hægt að smitast af kynsjúkdómum, þar á meðal (og þetta er ekki tæmandi listi): HPV veirunni (sem getur valdið krabbameini í hálsi), herpes, klamydíu, lekandi og jafnvel vörtum. Það er ekki nauðsynlegt að sæði verði eftir í munni til að smit verði. Eina sem ver gegn kynsjúkdómum er smokkurinn og „dental dam“. Einnig er hægt að föndra sitt eigið dental dam með því að klippa smokk og strengja yfir píkuna eða rassinn. Sumir reka upp stór augu þegar stungið er upp á notkun verja við munnmök en einhver er ástæðan fyrir því smokkar fást með bragði, eins og til dæmis beikoni og kólabragði. Einnig er hægt að nota bragðbætt sleipiefni. Ef útí það er farið þá er reyndar líka hægt að fá sýkingu í augun því snerting við slímhúð er ein leið fyrir kynsjúkdóm að smitast svo ef einhver er vafinn, ekki pota i augun eða notið viðeigandi varnarbúnað fyrir augu í kynlífi, sundgleraugu. Ef þú stundaðir óvarin munnmök við nýjan bólfélaga eða bólfélaga sem þú ert óviss um stöðu kynsjúkdómasmits þá er vissara að kíkja í tjekk og taka fram að þú hafir stundað munnmök. Þú getur lesið nánar um kynsjúkdóma í þessum bæklingi frá Landlæknisembættinu. Heilsa Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Leikarinn Michael Douglas sagði nýlega að hann hefði fengið krabbamein í hálsinn vegna munnmaka við konur. Þessi frétt barst eins og eldur um sinu internetsins og allt í einu var á allra vörum að munnmök væru hættulaus. Við munnmök er hægt að smitast af kynsjúkdómum, þar á meðal (og þetta er ekki tæmandi listi): HPV veirunni (sem getur valdið krabbameini í hálsi), herpes, klamydíu, lekandi og jafnvel vörtum. Það er ekki nauðsynlegt að sæði verði eftir í munni til að smit verði. Eina sem ver gegn kynsjúkdómum er smokkurinn og „dental dam“. Einnig er hægt að föndra sitt eigið dental dam með því að klippa smokk og strengja yfir píkuna eða rassinn. Sumir reka upp stór augu þegar stungið er upp á notkun verja við munnmök en einhver er ástæðan fyrir því smokkar fást með bragði, eins og til dæmis beikoni og kólabragði. Einnig er hægt að nota bragðbætt sleipiefni. Ef útí það er farið þá er reyndar líka hægt að fá sýkingu í augun því snerting við slímhúð er ein leið fyrir kynsjúkdóm að smitast svo ef einhver er vafinn, ekki pota i augun eða notið viðeigandi varnarbúnað fyrir augu í kynlífi, sundgleraugu. Ef þú stundaðir óvarin munnmök við nýjan bólfélaga eða bólfélaga sem þú ert óviss um stöðu kynsjúkdómasmits þá er vissara að kíkja í tjekk og taka fram að þú hafir stundað munnmök. Þú getur lesið nánar um kynsjúkdóma í þessum bæklingi frá Landlæknisembættinu.
Heilsa Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira