Vötnin í Svínadal á leið í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 30. október 2014 17:43 Vötnin í Svínadal hafa lengi verið ágætlega stunduð af veiðimönnum en þó hefur aðsóknin minnkað nokkuð síðustu tvö sumur en á því kann að verða breyting. Veiðifélag Laxár í Leirársveit sendi nýlega frá sér tilkynningu um að leitað verði tilboða í vötnin þrjú í Hvalfjarðarsveit, Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Ásamt vötnunum fylgir Selós og Þverá sem rennur á milli vatnana en í henni er oft lax sem gengur í vötnin úr Laxá í Leirársveit. Veiðitímabilið sem er boðið út er 2015-2017. Í vötnunum er annars bæði urriði og bleikja og oft í miklu magni en heldur smá. Inná milli má svo oft setja í stóra urriða og þá sérstaklega í Eyrarvatni en að veiða í vatninu á sumarkvöldum þegar stóru urriðarnir koma inná grynningarnar í ætisleit. Forvitnilegt verður að sjá hverjir bjóða og hversu mikið verður boðið í veiðiréttinn en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 20. nóvember. Lítið hefur annars frést af öðrum útboðum en líklegt er að einhverjar hreyfingar verði í ánum áður en veturinn er úti. Stangveiði Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði
Vötnin í Svínadal hafa lengi verið ágætlega stunduð af veiðimönnum en þó hefur aðsóknin minnkað nokkuð síðustu tvö sumur en á því kann að verða breyting. Veiðifélag Laxár í Leirársveit sendi nýlega frá sér tilkynningu um að leitað verði tilboða í vötnin þrjú í Hvalfjarðarsveit, Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Ásamt vötnunum fylgir Selós og Þverá sem rennur á milli vatnana en í henni er oft lax sem gengur í vötnin úr Laxá í Leirársveit. Veiðitímabilið sem er boðið út er 2015-2017. Í vötnunum er annars bæði urriði og bleikja og oft í miklu magni en heldur smá. Inná milli má svo oft setja í stóra urriða og þá sérstaklega í Eyrarvatni en að veiða í vatninu á sumarkvöldum þegar stóru urriðarnir koma inná grynningarnar í ætisleit. Forvitnilegt verður að sjá hverjir bjóða og hversu mikið verður boðið í veiðiréttinn en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 20. nóvember. Lítið hefur annars frést af öðrum útboðum en líklegt er að einhverjar hreyfingar verði í ánum áður en veturinn er úti.
Stangveiði Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði