Overwatch er nýjasta nýtt frá Blizzard Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. nóvember 2014 15:03 Górillan Winston mættur leiks. Brynjan hafði forgang yfir laseraðgerðina. VÍSIR/BLIZZARD Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD Leikjavísir Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD
Leikjavísir Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira