David Toms og John Rollins deila forystunni í Mississippi 8. nóvember 2014 12:08 David Toms les í púttlínuna á sjöttu holu í gær. AP Hinn reynslumikli David Toms og John Rollins leiða á Sandersons Farms meistaramótinu sem fram fer í Mississippi en eftir tvo hringi á Jackson vellinum eru þeir á tíu höggum undir pari. Tveimur höggum á eftir þeim félögum kemur Nick Taylor frá Kanada á átta höggum undir pari en Tom Gills og Robert Streb deila fjórða sætinu á sjö höggum undir.Woody Austin, sem sigraði á mótinu í fyrra, mun örugglega ekki verja titilinn í þetta sinn en hann er á einu höggi undir pari eftir hringina tvo og rétt náði niðurskurðinum. Kylfingurinn sem vakti mestu athyglina fyrstu tvo dagana var hinn 17 ára gamli Camden Backel en hann vann sér keppnirétt á mótinu í gegn um úrtökumót á mánudaginn. Fjölskylda, vinir og skólafélagar hans mættu og studdu vel við bakið á Backel en honum tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar og missti af niðurskurðinum. Hann sagði þó við fréttamenn að upplifunin af því að spila í móti á PGA-mótaröðinni hafi verið draumi líkust. Annar sem náði ekki niðurskurðinum var fyrrum besti kylfingur heims, David Duval. Hann sýndi gamla takta á fyrsta hringnum sem hann lék á 68 höggum en á öðrum hring kom hann inn á 79 höggum eða sjö yfir pari. Bein útsending verður frá þriðja hring á Sanderson Farms meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst hún klukkan 19:00. Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hinn reynslumikli David Toms og John Rollins leiða á Sandersons Farms meistaramótinu sem fram fer í Mississippi en eftir tvo hringi á Jackson vellinum eru þeir á tíu höggum undir pari. Tveimur höggum á eftir þeim félögum kemur Nick Taylor frá Kanada á átta höggum undir pari en Tom Gills og Robert Streb deila fjórða sætinu á sjö höggum undir.Woody Austin, sem sigraði á mótinu í fyrra, mun örugglega ekki verja titilinn í þetta sinn en hann er á einu höggi undir pari eftir hringina tvo og rétt náði niðurskurðinum. Kylfingurinn sem vakti mestu athyglina fyrstu tvo dagana var hinn 17 ára gamli Camden Backel en hann vann sér keppnirétt á mótinu í gegn um úrtökumót á mánudaginn. Fjölskylda, vinir og skólafélagar hans mættu og studdu vel við bakið á Backel en honum tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar og missti af niðurskurðinum. Hann sagði þó við fréttamenn að upplifunin af því að spila í móti á PGA-mótaröðinni hafi verið draumi líkust. Annar sem náði ekki niðurskurðinum var fyrrum besti kylfingur heims, David Duval. Hann sýndi gamla takta á fyrsta hringnum sem hann lék á 68 höggum en á öðrum hring kom hann inn á 79 höggum eða sjö yfir pari. Bein útsending verður frá þriðja hring á Sanderson Farms meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst hún klukkan 19:00.
Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira