Margir sterkir kylfingar í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á HSBC heimsmótinu 8. nóvember 2014 10:36 Rickie Fowler á þriðja hring í gær. AP Það er óhætt að segja að mikil spenna sé í loftinu fyrir lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi en Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir mótið enn og hefur gert frá fyrsta hring. Forystan er þó aðeins eitt högg en McDowell er á 11 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hring á Shenshan vellinum í Shanghai á 71 höggi eða einu undir pari. Margir sterkir kylfingar eru ekki langt frá honum en Hiroshi Iwata er á 10 höggum undir pari og Martin Kaymer og Bubba Watson eru á níu höggum undir fyrir lokahringinn.Rickie Fowler og Tim Clark eru næstir á átta höggum undir pari en ljóst er að McDowell þarf að hafa sig allan við á lokahringnum ef hann ætlar að sigra í sínu öðru atvinnumannamóti á árinu. Það gæti því verið vel þess virði fyrir ástríðufulla golfáhugamenn að vakna í nótt og horfa á lokahringinn sem verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að mikil spenna sé í loftinu fyrir lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi en Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir mótið enn og hefur gert frá fyrsta hring. Forystan er þó aðeins eitt högg en McDowell er á 11 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hring á Shenshan vellinum í Shanghai á 71 höggi eða einu undir pari. Margir sterkir kylfingar eru ekki langt frá honum en Hiroshi Iwata er á 10 höggum undir pari og Martin Kaymer og Bubba Watson eru á níu höggum undir fyrir lokahringinn.Rickie Fowler og Tim Clark eru næstir á átta höggum undir pari en ljóst er að McDowell þarf að hafa sig allan við á lokahringnum ef hann ætlar að sigra í sínu öðru atvinnumannamóti á árinu. Það gæti því verið vel þess virði fyrir ástríðufulla golfáhugamenn að vakna í nótt og horfa á lokahringinn sem verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira