Ungmenni kaupa sama bílamerki og foreldrarnir Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 12:51 Börn erfa skoðanir foreldra sinna á bílum. Könnun meðal 4.300 ungmenna í Bandaríkjunum leiddi í ljós að það eru 39% meiri líkur til þess að þau kaupi bíla frá sama bílaframleiðanda og foreldrar þeirra gerðu, en ekki frá öðrum framleiðendum. Þessar niðurstöður benda enn eina ferðina til þess hve uppeldi barna hefur mikil áhrif á gerðir þeirra og það langt fram eftir aldri. Hvað bandarísku bílaframleiðendurna varðar var mest tryggð við bíla frá General Motors og var þá ekki greint á milli Chevrolet, Cadillac, Buick eða GMC, heldur voru miklar líkur til þess að ungmennin keyptu bíl frá einhverjum af þessum framleiðendum ef foreldrarnir áttu bíl frá GM. Þessar niðurstöður gætu breytt því hvernig bílaframleiðendur markaðssetja og verðleggja bíla sína til ungs fólks. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið gerð og þykja niðurstöður hennar forvitnilegar, en kannski ekki koma svo mikið á óvart. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent
Könnun meðal 4.300 ungmenna í Bandaríkjunum leiddi í ljós að það eru 39% meiri líkur til þess að þau kaupi bíla frá sama bílaframleiðanda og foreldrar þeirra gerðu, en ekki frá öðrum framleiðendum. Þessar niðurstöður benda enn eina ferðina til þess hve uppeldi barna hefur mikil áhrif á gerðir þeirra og það langt fram eftir aldri. Hvað bandarísku bílaframleiðendurna varðar var mest tryggð við bíla frá General Motors og var þá ekki greint á milli Chevrolet, Cadillac, Buick eða GMC, heldur voru miklar líkur til þess að ungmennin keyptu bíl frá einhverjum af þessum framleiðendum ef foreldrarnir áttu bíl frá GM. Þessar niðurstöður gætu breytt því hvernig bílaframleiðendur markaðssetja og verðleggja bíla sína til ungs fólks. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið gerð og þykja niðurstöður hennar forvitnilegar, en kannski ekki koma svo mikið á óvart.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent