Golfbíll fer kvartmíluna á 12 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 10:11 Golfbílar eru almennt ekki hannaðir til að fara hratt, en það á ekki við þá alla. Hér sést einn fara kvartmíluna hraðar en Mercedes Benz CL65 AMG, eða á litlum 12,24 sekúndum. Endahraði hans var 190 km/klst. Þessi tími er nýtt Guinness heimsmet en það fyrra var 14,18 sekúndur með 167 km/klst endahraða. Það þarf djarfan ökumann til að aka þessum golfbíl svo hratt þar sem ökumaður er lítt varinn í bílnum og veigalítil veltigrind hans myndi ekki verja hann mikið ef bíllinn ylti á 190 km hraða. Það alskemmtilegast við þetta er að aftast á golfbílnum öfluga er stórt golfsett með í för í metspyrnunni, bara svona til að sýna til hvers svona bílar eru almennt notaðir. Líklega var það þó ekki notað við enda brautarinnar. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Golfbílar eru almennt ekki hannaðir til að fara hratt, en það á ekki við þá alla. Hér sést einn fara kvartmíluna hraðar en Mercedes Benz CL65 AMG, eða á litlum 12,24 sekúndum. Endahraði hans var 190 km/klst. Þessi tími er nýtt Guinness heimsmet en það fyrra var 14,18 sekúndur með 167 km/klst endahraða. Það þarf djarfan ökumann til að aka þessum golfbíl svo hratt þar sem ökumaður er lítt varinn í bílnum og veigalítil veltigrind hans myndi ekki verja hann mikið ef bíllinn ylti á 190 km hraða. Það alskemmtilegast við þetta er að aftast á golfbílnum öfluga er stórt golfsett með í för í metspyrnunni, bara svona til að sýna til hvers svona bílar eru almennt notaðir. Líklega var það þó ekki notað við enda brautarinnar.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent