Birta tölvuleiki sem þú þekkir úr gömlu spilasölunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 13:17 Það ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á vef Internet Archives. Nú geta einhverjir kvatt plön sín í vikunni því Internet Archive, stofnun sem safnar og birtir afrit af vefsíðum aftur í tímann, hefur gert 900 tölvuleiki frá árunum 1970 til 2000 aðgengilega á síðunni. Leikirnir sem umræðir voru hannaðir fyrir leikjavélar sem gjarnan mátti finna í sérstökum spilasölum þar sem smápeningum var dælt í þær til að fá að spila. Núna getur hinsvegar hver sem er spilað þá á netinu – frítt. Tilgangurinn með birtingu leikjanna er að varðveita stafræna menningarsögu. Leikirnir keyra á hugbúnaði sem stofnunin þróaði sem gerir fólki kleift að keyra gamlan hugbúnað í flestum nútímavöfrum. Áður hefur stofnunin birt klassíska tölvuleiki sem spilaðir voru í hefðbundnum leikjatölvum á borð við gömlu Atari-vélarnar auk fjölda annarra gamalla forrita. Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið
Nú geta einhverjir kvatt plön sín í vikunni því Internet Archive, stofnun sem safnar og birtir afrit af vefsíðum aftur í tímann, hefur gert 900 tölvuleiki frá árunum 1970 til 2000 aðgengilega á síðunni. Leikirnir sem umræðir voru hannaðir fyrir leikjavélar sem gjarnan mátti finna í sérstökum spilasölum þar sem smápeningum var dælt í þær til að fá að spila. Núna getur hinsvegar hver sem er spilað þá á netinu – frítt. Tilgangurinn með birtingu leikjanna er að varðveita stafræna menningarsögu. Leikirnir keyra á hugbúnaði sem stofnunin þróaði sem gerir fólki kleift að keyra gamlan hugbúnað í flestum nútímavöfrum. Áður hefur stofnunin birt klassíska tölvuleiki sem spilaðir voru í hefðbundnum leikjatölvum á borð við gömlu Atari-vélarnar auk fjölda annarra gamalla forrita.
Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið